Thursday, November 11, 2010

Halló Halló

Jæja ég get ekki sagt að ég sé sú duglegasta að henda inn færslur en þær koma hægt en örugglega :)
Síðustu vikur er bara aðallega búið að ganga út á skólann og halloween og svoleiðis sprell.
Sem sagt helgina fyrir Halloween fór ég, Carol og Sarah, sem sagt mamman og elsta systirin, í hús sem heitir Ronald Mcdonald house sem er fyrir krabbameinssjúk börn en þar voum við að gefa nammi fyrir Halloween sem var bara mjög gaman. Til að komast þangað keyrðum við lengst inn í borgina, sem kom mér á óvart hvað hún var ekki eins stór og ég hélt, og sátum þarna á meðan börnin löbbuðu á milli að sníkja nammi og hlustuðum á Justin Bieber, ekki mitt val by the way. Svo var bara skóli þá vikuna, ekkert sértakt en helgina eftir það var stóra helgin, HALLOWEEN. Við byrjuðum helgina á laugardeginum þegar ég og tvíburnarnir fórum í partý til vin þeirra, eina sem við gerðum nú samt var að sitja um varðeldinn og tala saman við vini hans og vinkonur. En það var rosalega kósý, boðuðum gúmmí og smors sem er kexsamloka með sykurpúða og súkkulaði á milli, rosa gott. Síðan tók raunverulegi dagurinn við, á sunnudeginum skárum við út í grasker og Sarah skreytti hurðina og svo um kvöldið stóðum við í dyrunum að gefa út nammi, og borða það sjálfar líka :)

Seinustu helgi fórum við svo til Omaha, Nebraska í rosa fínan dýragarð. Þar sáum við öll dýr sem þið getið hugsað ykkur um. Við lögðum af stað ótrúlega snemma og keyrðum tæknilega í gegnum 4 ríki, sem tók samt ekki nema 3 tíma. Við fórum í gengum- Kansas, Missouri, Iowa og Nebraska. Svo eyddum við deginum að labba um í hausveðrinu og keyra svo til baka.

Þessi vika er bara búin að vera eins og hinar vikurnar - læra helling. Ég reyni að standa mig vel í skólanum, því hérna er ætlast til að fá mjög, mjög góðar einkunnir þannig ég læri heima á hverjum degi og fá helst hærra en 9 í öllum prófum, sem gengur oftast.

En ég skrifa vonandi fljótlega aftur :)