Thursday, September 23, 2010

Nothing

Hæhæ,

Þetta verður ekkert rosalega vel skrifað blogg þar sem ég var að byrja skrifa mína fyrstu ritgerð á ensku, og er alveg útbrunnin á skriftum en hérna kemur það....

Það er ekkert rosalegt í gangi en ég fór í útilegu fyrir nokkrum helgum síðan sem var mjög gaman. Ég hitti Danska og norska krakka sem var æði, mér leið eins og skrefi nær íslandi að tala við þau. Í útilegunni var aðallega bara verið að leyfa krökkunum að hittast aftur síðan í Houston en ég hafði ekki hitt nein af þeim nema þeim 4 sem ég kom með. Við spiluðum körfubolta, fórum í allskonar hópleiki sem voru voða vandræðalegir. Við grilluðum sykurpúða og settum á þá súkkulaði og settum kex ofan og undir, alveg ágætt. Við fengum svo leiðbeiningar um að gera leikrit ( alveg eins og við gerðum heima á námskeiðinu ) sem voru flest rosalega fyndin þar sem lang flestir tala með mjög hörðum evrópskum hreim og voru að leika ameríkana. Sértaklega frakkinn í hópnum mínum sem var að leika prest, þið verðið bara að ímynda ykkur þetta.
En þetta er kannski ekki það merkilegast í heimi.
Ég er bara áfram búin að fara í skólann og læra heima. Ég er að sauma rosa flotta tösku í saumatíma sem ég hlakka til að gera stærri útgáfu af seinna þegar ég kem til baka, og núna næst gerum við púða úr borðum og svo förum við að gera föt.

Alltaf þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem það fyrsta sem það segir er ,, Talið þið Ensku?" svo spyr það hvað er móðurmálið og finnst það rosalega merkilegt svo vill það endilega segja mér að þau hafa lært í skólanum að ísland er grænt og grænland er allt ís. Sem mér finnst frábært, þau vita þó eitthverja sanna staðreynd.

En Bærinn er voða fínn ég er búin að læra ýmislegt um hann. Einu sinni bjuggu Indjánar út um allt í kansas, og lang flestir bæirnir heita indjána nöfnum eins og okkar hverfi - Olathe. Það eru allskonar lög eins og það er bannað að hafa þvottasnúrur út í garði þar sem það er fundist ljótt. Það eru engir strætóar, nema skólastrætóarnir þannig allir eiga bíla, líka 16 ára börnin. Það eru engin stór auglýsingaskilti því það er bannað og öll merki verða að vera af ákveðinni hönnun.

En ég hef ekkert meira að segja, Fyrirgefið hvað þetta var ekkert merkilegt en ég skal reyna að skrifa eins fljótt og eitthvað merkilegt gerist
Síja og sakna ykkar
Helga

Wednesday, September 8, 2010

Blesa :)

ég veit að það er stutt síðan að ég skrifaði hér seinast en það var gert í svo miklu flýti að ég örugglega gleymdi ýmsu svo hér kemur smá framhald: ;)

En hérna í Olathe-Overland park er æði, það er búið að vera sól og hiti alveg síðan ég kom fyrir utan þegar það kom einu sinni elding, sem ég sá ekki einu sinni þó að við vorum úti að labba. En mér semur alveg ótrúlega vel við fjölskylduna og byrjuð að kynnast nokkrum í skólanum þó að ég hafi tæknilega séð ekki verið nema 3 daga í skólanum. Ég er í mjög skemmtilegum og fjölbreyttum tímum og meðal annars hef ég þessa vikuna umsjá með Snák í náttúrufræði tíma sem er ógeðslegt, ég er búin að halda á honum einu sinni en í næstu viku er það kanína og svo skjaldbaka eða rotta. Ég er búin að fara einu sinni í mollið og kaupa smá föt en annars þarf aðallega að kaupa eitthvað í kringum skólann.

Um helgina er skiptinema útilega sem ég fer og Jenny sem er ein af host-systrum mínum en þar hittum við olathe-krakkana en ég hef bara hitt einn af 4 öðrum skipinemunum í skólanum en hann er með mér í náttúrufræði tímanum en svo eru 4 eða fl. aðrir High school hérna á svæðinu þannig þetta ættu að vera um 20 krakkar eða svo.

En skrifa seinna, ég sakna ykkar allra rosa mikið :)
Helga

Houston, Texas

Sunday, September 5, 2010

Jæja þá er ég komin á leiðarenda í bili en ég fór út á mánudaginn með Írisi og Torfey og við fórum til Boston og þegar við vorum lentar í Boston fórum við í rútu í næsta terminal og þar fór ég ein og beið í 5 kl. en það var bara ágætt, las blöð og Jane Eyre og drakk Starbucks og dundaði mér bara. En þaðan fór ég til North-Carolina og leið og ég kom út var akkúrat verið að kalla í næstu flugvél og áfram hélt ég til Houston. Þar fann ég engann frá Afs fyrst og sat bara og beið, þá kom eitthver gæji hlaupandi; found you! og þá hafði ég labbað framhjá þeim seim komu að sækja mig. Ég fór svo á hótelið og deildi herbergi með 3 stelpum frá Hong kong.

Daginn eftir var morgunmatur sem bara bara ágætur og smá námskeið en eftir það fórum við að skoða Nasa í Houston sem stjórnar öllum ferðunum í geiminn og sáum herbergið þar sem Apollo leiðangarnir voru stýrðir og allskonar dóterí. Við fórum svo í lítinn tívolí svæði þar sem við fórum í nokkur tæki og borðuðum á steikhúsi með nautahausum út um öll loft, sem var áhugavert. En Allan tímann sem ég var í Houston kom aldrei sól en var steikjandi hiti.

Svo kom að aðaldeginum, ég fór með 4 öðrum krökkum í minnstu flugvél sem ég hef á ævinni séð, hún var með einu sæti og svo gangur og hinu megin 2 sæti, en ég sat ein og það var svolítið töff að prófa að sitja svona. En þegar við vorum komin voru fullt að fólki að bíða og ég labbaði bara upp að eitthverjum sem mér leist á og þá var það bara fjölskyldan. En núna er ég byrjuð í skólanum og búin að skoða hverfið mikið og við förum stundum út að labba annað hvort með hundinn eða bara að hreyfa okkur í hitanum en mér semur mjög vel við tvíburnana og alla fjölskylduna.

Ég er í alveg ágætum tímum sumir voru skilda aðrir val:

fyrir jól:
algebra 2
american history 1
english 3
textile??- saumatími
AP europian history
naturlist - fræði um húsdýr þar sem við lærum um dýrin í umhverfinu og það eru nokkur lifandi í stofunni, skjaldbökur, kanína, mýs, rottur, refir
photografi

eftir jól:
bætist við History of film, jewlry/metal sem ég er mjög ánægð.

En þetta er voða flýtilega skrifað blogg, þannig fyrirgefði með það en ég reyni að skrifa fjótlega aftur :)