Sunday, August 29, 2010

Styttist í þetta...

Jæja, þá fer ferðalagið að bresta á, bara rétt um 15 klukkutímar í brottför og allt að verða ready.

Ég er komin með fjölskyldu sem ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að hitta og þau allavega hljóma yndislega í e-mailinu sem ég fékk frá þeim en þetta er sem sagt hjónakornin Carol og Alan og þau eiga þrjár dætur, Sarah-24, Tvíburnarir Jennifer og Jacqueline sem eru einu ári eldri en ég. Þau búa í Overland Park, Kansas sem er alveg í miðjunni á bandaríkjunum.

Overland Park er önnur stærsta borgin í Kansas og þar búa svipað margir og í Reykjavík og á wikipedia las ég eitthvað um að þessi borg væri ein af bestu borgunum til að búa í bandaríkjunum og allskonar þannig.

Ég segi ykkur frá ferðalaginu og fyrstu dögunum eins fljótt og hægt er
en þangað til...

Helga :)
Þetta er víst gamli miðbærinn í Overland Park

Wednesday, August 11, 2010

Hello everybody!

Hæhæ,

Helga heiti ég og ætti að vera leggja af stað eftir nokkra tíma til Bandaríkjanna en ferðinni minni var frestað til 30.ágúst þar sem erfitt var að finna fjölskyldu á svæðinu þar sem ég er komin í skóla, en ég veit samt ekki ennþá hvar það er nákv. En Þó að hlutirnir æxsluðust svona verður upplifunin ekkert síðri og get ég ekki beðið eftir að fara út. Ég mun að öllum líkindum fljúga út 30. ágúst og millilenda í New York og North-Carolina og enda í Houston ef ferðin helst eins og hún átti að vera.

Annars er ég alveg ágætlega ánægð að fá aðeins minna 3 vikur auka til að dúttlast og kveðja fjölskylduna og vini og auk þess fæ ég að halda afmælið mitt hérna á klakanum ooooog fá bílpróf ;)

Later :)