Sunday, September 5, 2010

Jæja þá er ég komin á leiðarenda í bili en ég fór út á mánudaginn með Írisi og Torfey og við fórum til Boston og þegar við vorum lentar í Boston fórum við í rútu í næsta terminal og þar fór ég ein og beið í 5 kl. en það var bara ágætt, las blöð og Jane Eyre og drakk Starbucks og dundaði mér bara. En þaðan fór ég til North-Carolina og leið og ég kom út var akkúrat verið að kalla í næstu flugvél og áfram hélt ég til Houston. Þar fann ég engann frá Afs fyrst og sat bara og beið, þá kom eitthver gæji hlaupandi; found you! og þá hafði ég labbað framhjá þeim seim komu að sækja mig. Ég fór svo á hótelið og deildi herbergi með 3 stelpum frá Hong kong.

Daginn eftir var morgunmatur sem bara bara ágætur og smá námskeið en eftir það fórum við að skoða Nasa í Houston sem stjórnar öllum ferðunum í geiminn og sáum herbergið þar sem Apollo leiðangarnir voru stýrðir og allskonar dóterí. Við fórum svo í lítinn tívolí svæði þar sem við fórum í nokkur tæki og borðuðum á steikhúsi með nautahausum út um öll loft, sem var áhugavert. En Allan tímann sem ég var í Houston kom aldrei sól en var steikjandi hiti.

Svo kom að aðaldeginum, ég fór með 4 öðrum krökkum í minnstu flugvél sem ég hef á ævinni séð, hún var með einu sæti og svo gangur og hinu megin 2 sæti, en ég sat ein og það var svolítið töff að prófa að sitja svona. En þegar við vorum komin voru fullt að fólki að bíða og ég labbaði bara upp að eitthverjum sem mér leist á og þá var það bara fjölskyldan. En núna er ég byrjuð í skólanum og búin að skoða hverfið mikið og við förum stundum út að labba annað hvort með hundinn eða bara að hreyfa okkur í hitanum en mér semur mjög vel við tvíburnana og alla fjölskylduna.

Ég er í alveg ágætum tímum sumir voru skilda aðrir val:

fyrir jól:
algebra 2
american history 1
english 3
textile??- saumatími
AP europian history
naturlist - fræði um húsdýr þar sem við lærum um dýrin í umhverfinu og það eru nokkur lifandi í stofunni, skjaldbökur, kanína, mýs, rottur, refir
photografi

eftir jól:
bætist við History of film, jewlry/metal sem ég er mjög ánægð.

En þetta er voða flýtilega skrifað blogg, þannig fyrirgefði með það en ég reyni að skrifa fjótlega aftur :)

4 comments:

  1. þetta er allt voða spennandi Helga og vonandi verður æðislegt hjá þér :)
    söknum þín mikið í skólanum :) :*

    ReplyDelete
  2. Looooksin heyrir maður eitthvað frá þér !:D
    Frábært að heyra að það gengur allt vel :) Skypa við þig sem fyrst :)

    ReplyDelete
  3. gaman að allt gengur vel :) ! vonandi heyrumst við sem fyrst alltof langt síðan ég talaði við þig

    ReplyDelete
  4. Sakna þín og er endalaust stolt af þér sæta mín :)kv stóra sys

    ReplyDelete