Wednesday, September 8, 2010

Blesa :)

ég veit að það er stutt síðan að ég skrifaði hér seinast en það var gert í svo miklu flýti að ég örugglega gleymdi ýmsu svo hér kemur smá framhald: ;)

En hérna í Olathe-Overland park er æði, það er búið að vera sól og hiti alveg síðan ég kom fyrir utan þegar það kom einu sinni elding, sem ég sá ekki einu sinni þó að við vorum úti að labba. En mér semur alveg ótrúlega vel við fjölskylduna og byrjuð að kynnast nokkrum í skólanum þó að ég hafi tæknilega séð ekki verið nema 3 daga í skólanum. Ég er í mjög skemmtilegum og fjölbreyttum tímum og meðal annars hef ég þessa vikuna umsjá með Snák í náttúrufræði tíma sem er ógeðslegt, ég er búin að halda á honum einu sinni en í næstu viku er það kanína og svo skjaldbaka eða rotta. Ég er búin að fara einu sinni í mollið og kaupa smá föt en annars þarf aðallega að kaupa eitthvað í kringum skólann.

Um helgina er skiptinema útilega sem ég fer og Jenny sem er ein af host-systrum mínum en þar hittum við olathe-krakkana en ég hef bara hitt einn af 4 öðrum skipinemunum í skólanum en hann er með mér í náttúrufræði tímanum en svo eru 4 eða fl. aðrir High school hérna á svæðinu þannig þetta ættu að vera um 20 krakkar eða svo.

En skrifa seinna, ég sakna ykkar allra rosa mikið :)
Helga

Houston, Texas

1 comment:

  1. Hrikalaga gaman að fá að fylgjast með þér frænka mín...;O)...gangi þér bara allt í haginn og vonandi hefur verið gaman um helgina í útileigunni..;)
    Bestu kveðjur og knús til þín frá okkur í Skotlandinu
    Arna

    ReplyDelete